Mávur SI

Cummins vél, 430 hz að sögn eiganda. Bátur útbúinn á grásleppunet, línuspil, lyftukassi og renna fylgja. Bátnum fylgir astik. Lagt er fyrir sex færarúllum. Fleiri myndir mun koma inn fljótlega (25.6.2021).

Álfur SH-414

Skip til línu-, handfæra- og netaveiða. Cummins vél. ZF gír. Bógskrúfa tengd við sjálfsstýringu. 1400 lit.olíutankur, 80 lit.vatnstankur. Ísskápur, vaskur, örbylgjuofn. Lest tekur um 7500 lítra í álkör. Blóðgunarkassi (Beitir). Bógskrúfa. Furuno kompáss. Inverter. Astic Wesmar sónartæki. Þrír Nuevo tölvuskjáir.

Ölver ÍS-432

Aðalvélinn var tekin upp fyrir nokkrum árum. Var lítið í notkun í nokkur ár en hefur siglt talsvert frá 2018. Cumins ljósavél 76 hp á henni er rafal fyrir 220 volta rafmagn. Hún var tekin upp hjá Vélasölunni og sett niður 2016, hefur ekki mikið verið notuð. Í skipinu er krani. Skipið er með öll leyfi frá Samgöngustofu, ásamt vínveitingaleyfi. Skipið er skráð sem fyrir 34 farþegum plús áhöfn. Möguleikar á því að fjölga farþegum að sögn eiganda. Félagið sem á skipið og er með aðstöðu við höfn, heimasiðu og góð sambönd við ferðaskrifstofur erlendis, gæti fengist keypt.

Champion Explorer

Óskráður skemmtibátur. Lýsing að hálfu forráðamanns báts: Champion Explorer Sport utility 602 árg 2007, með Mercury 225 hestafla mótor sem er 2008 árg og ekin 208 tíma. Í bátinum er gps, talstöð , útvarp og nýr björgunarbátur frá því í fyrra, báturinn má bera 1050 kg og er sagður 7 manna ásamt farangri.

Mallemuk

Rúmgóður og fallega innréttaður skemmtibátur. Mallemuk er danskur „Hyggebåd“, gengur 8-10 hnúta og er stöðugur og sterkur skemmtibátur. Skipið er skráð í Hollandi. Báturinn er keyptur í Danmörku árið 2018. Ný Volvo Penta vél var sett í hann 2019, einnig gír og öxull. 2020 var allt rafkerfið endurnýjað. Ný siglingatæki, talstöð, miðstöð og fleira sett í bátinn árið 2020. Fjögurra manna Viking björgunarbátur fylgir, keyptur 2019, en er enn í pakkningunum. Brenderup bátakerra (tveggja hásinga) var keypt ný í Danmörku 2018. Báturinn er staðsettur í höfn Snarfara.

Sóló

Skemmtibátur sem er óskráður (var nr. 1810). Hefur ekki verið siglt í mörg ár og þar með óvíst með ástand vélar, tækja og annars búnaðar. Vél í bátnum er BMW, möguleiki að fá keypta Volvo Penta KAD 42 í hann og drif og vél yfirfarin, ástandskoðað af Velti en þá er verðið hærra. Engin tæki í brú nema stýri inngjöf og sjálfstýring. Vagn fylgir. Upplýsingar um lengd og br. tonn er skv. síðustu skráningu skv. Skipaskrá.

Spói RE-003

Skipið er skráð sem frístundaskip en verið er að vinna í að skrá það sem fiskiskip og ætlunin er að afhenda það þannig með nýju haffæri. Nýleg Volvo Penta D4 vél í bátnum (ekki rétt skráð hjá Samgöngustofu). Hraðgengur. Hældrif.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS