River 460XR (óskráður)

River 460 XR er norskur bátur. Framleiddur af Roto. Hann er 4,6m á lengd og 1,8 m á breidd. Báturinn hefur fengið verðlaun fyrir smekklega hönnun. Báturinn er framleiddur úr 3ja laga polýetýlíni. Hann er sterkur, stöðugur, rúmgóður og léttur. Krefst lítils viðhalds. Tekur 4 - 5 manns í sæti. Hefur verið á sjó í 3 sumur. Hefur verið lítið notaður að sögn eiganda. Mótor fór í ástandsskoðun hjá Suzuki umboðinu í maí 2025. Samkvæmt framleiðanda er uppgefinn ganghraði um 30 mílur. Hefur verið geymdur inni í skemmu á veturna. Staðsettur í Dalabyggð.

Sigurvin EA-380

Nýr altenator. Nýlegt geymasett. Vaktari á geymasett. Vaktari á sjó í vél. Lensidælur. Báturinn gengur um 7 mílur að sögn eiganda. Nokkur kör geta fylgt. Fæst afhendur með nýju haffæri.

Birtir SH-204

Vel um genginn og öflugur Sómi 800. Vél er Volvo Penta gerð: D6-330, drif notað um 1400 tíma að sögn eiganda. Ganghraði yfir 20 mílur að sögn eiganda. Nýr björgunarbátur. Síðustokkar og 70-80 cm flotkassi. Nýtt/nýlegt: Ryðfríar skrúfur, Be-GE fjaðrandi skipstjóra stóll úr bílasmiðnum, vatnsmiðstöð frá vél. Victron energy Blue Smart IP67 Charger á öllum geymum. Allar rafmagnstöflur endurnýjaðar að sögn eiganda. Björgunargallar: Regatta. Inverter 24v í 230V 2000w. Kör í lest eru 3 x 310 lítra og tvö lítil hliðarkör og eitt 380 lítra ískar uppá dekki.

Guðný ÍS-170

Sómi 860. Vél er John Deere 6068SFM85, 400 hestöfl, hefur verið notuð á strandveiðum 2025, keyrð um 144 klst. Beint drif. Nýtt/nýlegt: Rafmagnstaflan, öxull og þéttingar, dýptarmælir, plotter, radar, tölva, bógskrúfa. Fimmblaðaskrúfa ásamt auka skrúfu. Bógskrúfa, VETUS. Kerra fylgir.

Jódís BA-28

Fiskibátur frá Mótun. Vél er að sögn eiganda keyrð um 570 tíma, sparneytin. Palladekk. Síðustokkar og skutkassar. Góð sjálfstýring og rafmagns-innistýri sem er hluti af vélarpakkanum frá Volvo. Einnig plotter sem hluti af Volvo-pakkanum. Góðir geymar, þar af tveir nýlegir Góður eldri Hondex dýptarmælir. Garmin plotter. Nýr TimeZero Professional frá í sumar ásamt nýrri tölvu og skjá. Tveir inverterar annar fyrir 12v og hinn fyrir 24v. Örbylgjuofn og kælibox. Nýlegur skipstjórastóll frá Bílasmiðnum. Miðstöð frá vél og einnig díselmiðstöð frá Autoterm.

Gísli Jóns ÍS

Björgunarskip, Ex RS Skuld. Skrokkur úr áli. Tvær M.A.N vélar, tveir Víking björgunarbátar. Krani á dekki. Tveir eigendur, norska sjóbjörgunarsveitin og svo björgunarbátasjóðurinn á Ísafirði sem flutti bátinn inn árið 2019. Bátur í góðu viðhaldi. Nánari tæknilegar upplýsingar hjá skipasala.

Didda ÞH

Óskað er eftir tilboðum í bátinn! SAGA 25 norsk smíði. Þrjár nýlegar lensidælur og ein nýleg spúldæla á dekki. Vél er að sögn eiganda 230 hz keyrð um 2045 klst, hraðgengur. Sami eigandi síðan 1998, sami aðili hefur séð um og viðhaldið tækjum og tólum um borð. Allar dýnur í lúkar með nýlegu ytra birði og nýlegir tveir stólar í stýrishúsi. Snyrtiaðstaða í sér klefa í lúkar ásamt salerni með vaski og rennandi vatni.

Víxill ll SH-158

John Deere vél, gerð: 6068TFM-75 skv. Samgöngustofu. Önnur skrúfa fylgir. Sjö kör í lest nýr 3000w inverter. Astik. Haffæri fram í mars 2026. Skipið er með strandveiðileyfi, svæði A: Vesturland, sumarið 2025.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS