Rebbi SH-117

Afhendist með haffæri. Volvo Penta kad 43, árg. 2004 að sögn eiganda. Hraðgengur. 290 duoprop drif með A4 skrúfum. Að sögn eiganda fékk vélin yfirhalningu sl. vor (hedd) nýtt slípisett sett i vélina, skipt legu og pakkningu i stút. Nýlegir mótorpúðar, rafgeymar 12 og 24v hleðsluvaktarar. Báturinn er ágætlega tækjum búinn. Tölva frá því í vor (maxsea time zero). Dýftarmælir tengdur við tölvu uppá dýpissöfnun. Ný loftnet á AISog VHF (stærri gerðin af loftnetum). Nýleg miðstöð frá vél og svo er kínabastó líka. Rúðuþurkur og usb hleðsluport sem synir voltastöðu á 12v.

Hóley SK-132

Bátur sem lenti í tjóni. Sjór gekk yfir bátinn uppi á landi og vél fór á kaf. Þyrfti mögulega að skipta um gír og endurgera rafmagn að hluta til a.m.k. Fæst á góðu verði. Var síðast með haffæri árið 2020. Marmaid vél ekki góðu standi. Yanmar 375 hz vél keyrð um 20 þús. tíma fylgir með (sem að sögn eiganda passar fyrir bát). Vél frammí eins og hún er staðsett núna. Selst í því ástandi sem hann er nú í. Palladekkaður. Niðurleggjari og netaspil geta fylgt. Nýlegar rúllufestingar og rúllutafla. Stór inverter. Nýleg skrúfa.

Valdi SH-251

Bravo drif. Gaflstykki frá 2020, webasto olíumiðstöð, 1000w inverter, landrafmagn, rúllugeymar, neyslugeymar 24 og 12 volta. Startgeymir hleðslutæki við allt. Fimm lensur. Báturinn afhendist með nýju haffæri.

Arelí SF-110

Nýbúið að skipta um blokk fyrir vél, í 4930 tímum. Vél er Volvo Penta D6 310 A. Seldur með nýju haffæri. Góður og lipur bátur. Gengur að sögn eiganda um 16-18 mílur með tonnið á ráðlögðum sn.hr, og er með 3ja vertíða gömlu dph d1 drifi. Með fylgir 10 feta rekankeri, og einnig getur verið samið um bátakerru. Vél var tekin upp vorið 2021 og skipt um allt sem féll undir fyrirbyggjandi viðhald. Báturinn er staddur á Hornafirði, og verður seldur með nýju haffæri.

Guðni Sturlaugsson ST-15

Talsvert endurnýjaður. Ný skrúfa fylgir. Góður bátavagn getur fylgt (smíðaðan 2020). Nýleg vél JCB 160 hestöfl, 2019, notkun ca. 500 klst að sögn eiganda. Lengdur. Rafkerfi gott að sögn eiganda. Öll helstu siglingartæki, nýlegur GPS kompás 2021.

Blær ST-85

Vélin í bátnum er 300 hestafla Volvo Penta "98 árg. Öflugt spilkerfi, skiptiskrúfa, sóló eldavél,ísskápur, örbylgjuofn, astic, og öll helstu siglingatæki. Kör í lest. Makrílslítarar.

Óskin AK-0

Trébátur, eik og fura. Kerra fylgir. Smíðaður á Siglufirði 1985 af Jóni G Björnssyni og Birni Jónssyni. Einstaklega vel smíðaður að sögn eiganda. Vélin er Mitsubishi 85 model, 52 hp. Eyðslugrannur. Regluleg olíu og síuskipti. Nýmálaður. Verið á strandveiðum undanfarin ár. Er núna skráður sem skemmtibátur.

Hlöddi VE-98

Vél að sögn eiganda: ISUZU Marine Diesel Engine model UM6HE1TCX, 350 ps/2800 min. Tengd ZF gír með snuðkúplingu úti og inni í stýrishúsi. Brunadæla nr. 1: 1 1/2" reimdrifin af vél með segulkúplingu. Brunadæla 2: 1/2" Jabsco Rafmagnsdæla. Rafmagns smurdæla fyrir vél og gír, afdæling/Ádæling. Lensidæla 1: vélarúm 2" Rule, tengdur tölvu. Lensidæla 2: vélarúm 1/2" vaktari, tengdur tölvu. Sjó aðvörun í vélarrúmi, tengd tölvu. Alternator 24 volt, fyrir neyslu 90 amper. Rafgeymar, fyrir 24 volt neyslu, nýlegir. Landtengingar spennir. Áriðill 24v/220v. 3000 W.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS