Ölver ÍS-432

Aðalvélinn var tekin upp fyrir nokkrum árum. Var lítið í notkun í nokkur ár en hefur siglt talsvert frá 2018. Cumins ljósavél 76 hp á henni er rafal fyrir 220 volta rafmagn. Hún var tekin upp hjá Vélasölunni og sett niður 2016, hefur ekki mikið verið notuð. Í skipinu er krani. Skipið er skráð sem fyrir 34 farþegum plús áhöfn. Félagið sem á skipið og er með aðstöðu við höfn, heimasiðu og góð sambönd við ferðaskrifstofur erlendis, gæti fengist keypt. Allar upplýsingar um skipið hér á síðunni eru frá seljanda skips ásamt opinberum upplýsingum frá Samgöngustofu.

Mallemuk

Rúmgóður og fallega innréttaður skemmtibátur. Mallemuk er danskur „Hyggebåd“, gengur 8-10 hnúta og er stöðugur og sterkur skemmtibátur. Skipið er skráð í Hollandi. Báturinn er keyptur í Danmörku árið 2018. Ný Volvo Penta vél var sett í hann 2019, einnig gír og öxull. 2020 var allt rafkerfið endurnýjað. Ný siglingatæki, talstöð, miðstöð og fleira sett í bátinn árið 2020. Fjögurra manna Viking björgunarbátur fylgir, keyptur 2019, en er enn í pakkningunum. Brenderup bátakerra (tveggja hásinga) var keypt ný í Danmörku 2018. Báturinn er staðsettur í höfn Snarfara.

Dýrfirðingur ÍS-58

Vagn fylgir. Beint drif. Skipið var síðast með haffæri í maí 2020. Selst í því ástandi sem það er nú í og með þeim tækjum og búnaði sem eru til staðar við skoðun, en þó með haffæri ef óskað er eftir því. Óskað er eftir tilboði í skipið.

Jón Magnússon RE-221

Talsvert endurnýjaður og vel við haldinn bátur. Nýlega málaður (2ja þátta málning á botni og á síðum). Nýtt að sögn eiganda: rafgeymar, spennubreytir, sjódæla, flotgalli. 24w á rúllum. Afhendist með nýju haffæri. Verið er að setja nýja Yanmar vél í bátinn (ætti að vera klárt í feb/mar 2023).

Gná SU-028

Afhendist með nýju haffæri. Snyrtilegur og vel útbúin neta og línubátur. Mermaid vél, eyðir litlu að sögn eiganda. Vinnuhraði um 7 mílur að sögn eiganda. Þrjú kör samtals. 24ra volta kerfi á öllu. Spilkerfi beint af gír. Báturinn er með stöðugleikakjöl. Báturinn er allur einangraður.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS