Jón Beck SH-289

Mótunarbátur. Volvo Penta vél D6, að sögn eiganda er vél 310 hestöfl, sett í bátinn árið 2018, keyrð um 2100 klst og ganghraði um 20+ mílur. Hældrif. Rafgeymar frá 2019 að sögn eiganda. 2019. Þrjú kör í lest og eitt á dekki og móttaka úr áli. Skráður á strandveiðar 2021, svæði Vesturland.

Spaði SU-406

Mótunarbátur. Endursmíðaður 2012. Vélin Volvo Penta KAD44, árg. 2005, er að sögn eiganda 260 hp og keyrð 2450 klst. Nýlegt drif (hefur ekki farið í sjó en annað er notað með). Miðstöð frá vél. Bjargvesti, björgunargalli, slökkvitæki og lyfjakista. Rekakkeri. Útvarp/geislaspilari. Bátur er á kerru sem fylgir. Bátur afhentur á nýju haffæri uppúr miðjum apríl (ekki hægt að prufa bát fyrr en þá).

Gná SU-028

Afhendist með nýju haffæri. Snyrtilegur og vel útbúin neta og línubátur. Mermaid vél, eyðir litlu að sögn eiganda. Vinnuhraði um 7 mílur að sögn eiganda. Þrjú kör samtals. 24ra volta kerfi á öllu. Spilkerfi beint af gír. Báturinn er með stöðugleikakjöl. Báturinn er allur einangraður.

Ölver ÍS-085

Flugfiskur. Ný sjálfstýring. Vél var keypt notuð af Volvo og sett niður af þeim árið 2020, 230 hestöfl að sögn eiganda. Volvo penta kad 43, árgerð 1998. Ekki vitað með keyrslu vélar. Var á strandveiðum sumarið 2020. Vagn fylgir (góður).

Júlía SI-62

Stór og rúmgóður. Cummins vél, var tekin upp fyrir um 2,500 tímum, eyðir litlu á 7-8 mílum. Nýlegur gír, kælir (okt.2019), twin Disc. Að sögn eiganda er eftirfarandi nýlegt: Standard C tæki tengt við gervihnött, altenator, sjódæla, startari, lensidæla í vél (Gúlper), kúpling á spildælu, pústbarki, stýristjakkur, lensa í lest og dæla við stýri. Spúldæla. Sími og nettenging. Astic (skjár), Inverter 2000W PST-200S-24C. Landtenging og hleðslutæki inná geyma. Örbylgjuofn. Haffæri fram í apríl 2021. Netaspil fylgir ekki. Grásleppuleyfi fylgir ekki.

Ársæll RE-37

Afturbyggður. Inverter. 24 og 12 w. Endurnýjuð vél fyrir um tveimur árum að sögn eiganda. Gengur um 7 mílur að sögn eiganda og eyðir litlu. Beint drif. Vel tækjaður. Tengi fyrir tölvu, sjálfstýring fylgir en er ótengd. Er með haffæri fram í mars 2021. Verð er án handfærarúlla en þrjár sænskar rúllur geta mögulega fylgt.

Laula KE-22

Eigandi vill skipta á stærri (má ganga um 7-8 mílur). Haffæri fram í apríl 2021. Vél tekin upp fyrir nokkrum árum. Nýlegur startari. Dýptarmælir bilaður. Þrjár DNG eldri rúllur geta fylgt (ekki inní verði). Seljandi vill skipta upp í stærri bát. Eldri mynd fylgir en von er á nýrri myndum (31.8.2020).

Stórborg ÍS-125

Haffæri fram í sept. 2020. Glussakerfi. Tafla fyrir rúllur. WC. Lagnir og annað endurnýjað. Vél, nýlega skipt um kæla, startara, altenatora, fæðudæla (nýleg). Auka kælir fylgir vél. Ath. Snúningsmælir er ónýtur, þarf að setja nýjan við vélina. Óvíst með keyrslu vélar. Skipt um fóðringar í skrúfuöxli og stýri. Engar rúllur.

Unnur BA-053

Iveco vél 256 hö er í bátnum. Óvíssa um árgerð vélar. ATH! Hjá Samgöngustofu er skráð Yanmar vél í bátnum en sú skráning er ekki rétt. 24v altenator, startari. Bátur tekur 11 trillukör í lest og hægt að hafa 2 stór kör og 2 trillukör á dekki. 9 trillukör fylgja. ONWA kp-32 GPS navigator. Afhendist með nýju haffæri.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS