Kristbjörg SH-84
Dekkað skip, klár á veiðar með góð siglingatæki og astik! Með haffæri fram í sept. 2026. Iveco vél, gerð skv. Samgöngustofu: 8361SRM32. Gert síðastliðin ár að sögn eiganda: Vél yfirfarin m.a. skipt um spíssa og spíssalagnir, ný túrbína, nýr pústbarki, kælar hreinsaðir, olíulagnir endurnýjaðar á vél og frá tönkum, plasttankar tengdir, rafgeymar start og neyslu, nýlegt rafmagns útistýri, vettlingablásari tengt webasto miðstöð, stór led bar frammá og góð vinnuljós á dekki.

