Birta ÍS-67

Nýtt haffæri. Volvo Penta vél, gerð D4-230A-G skv. skráningu Samgöngustofu. Hældrif. Upphaflega Sómi 600. Báturinn hefur verið lengdur og síðustokka- og borðstokkshækkaður. Palladekkaður. Rafmagn og rafgeymar endurnýjað að sögn eiganda. Dýptarmælir er Simrad með kílóvatsbotnstykki. Báturinn er kominn með strandveiðileyfi á svæði A.

Elín ÞH-7

Volvo Penta vél, gerð D4-225 A-F. Bátur í mjög góðu standi að sögn eiganda. Nýtt tvöfalt gler í gluggum. Nýlegar skrúfur. Síðustokkar endurbættir. Nýr stóll er í bátnum. Margt fleira sem nefna mætti. Selst með nýju haffærisskírteini. Báturinn er skráður á strandveiðar á svæði C. Nýtt botnstykki sem eftir á að setja í fylgir.

Snarfari AK-17

Yanmar vél. Hæggengur. Gott stél að aftan og góðir síðustokkar. Vel búinn tækjum og þrifalegur bátur að sögn eiganda. Nýtt/nýlegt: Raymarine sjálfstýring, Furnuno 588 dýptarmælir, vagn (upp og niður vagn). Eldri Garmin sambyggður GPS og dýptarmælir. Spjald tölva til að nota fyrir HD boating plotter.

Austfirðingur SU-205

Víkingur 1135. Línu og færa bátur. Vél er Caterpillar C12. Báturinn er vel búinn til línuveiða. Lína yfirfarin í landi og lagt í gegnum beitningarvél (handymag kerfi). Einnig er til rekkakerfi í bátinn. Auðvelt er að breyta yfir á færi en lúgur sem auðvelt er að fjarlægja eru á stjórnborðssíðu bátsins sem teknar eru í burtu og opnast þá SB síðan. Tekur 8-10 tonn í kör. Öll helstu siglingatæki eru í bátnum: Siglingatölva, radar, dýptarmælir, sjálfstýring, talstöð ofl.

Osman BA-47

Með haffæri fram í lok nóv. 2025. Stór og öflugur inverter, með landrafmagnstengingu, 24 volt í bátnum. Í bátnum er örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél og grill. Það er olíumiðstöð og kojur fyrir tvo. Báturinn er útbúinn til netaveiða og tengingar fyrir handfærarúllur í vélarrúmi (handfærarúllur fylgja ekki). Auka vél gæti fylgt (samskonar vél 120 hestöfl að sögn eiganda).

Félag í ferðaþjónustu!-Bía VE og Súlli VE

Til sölu félag í ferðaþjónustu stofnað í Vestmannaeyjum 2018, Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf., sem á tvo báta Bía VE nr. 7877 og Súlla VE nr. 7847, ásamt 20 feta gámi fyrir búningaaðstöðu, klifurbúnað, sigbelti, og öðru tengdu ferðaþjónustu félagsins! Félagið á einnig bifreiðar. Vefsíða: www.saca.is. Skoðunarferðir við Heimaey. Fyrirtækið hefur skapað sér góðan orðstý eins og meðmæli inni á Tripadvisor t.d bera með sér. Áhugasamir hafið samband og fáið nánari upplýsingar! Upplýsingar um Bíu VE nr. 7877: Axopar 28 cabin smíðaður árið 2014. Mesta lengd 9.07m. Skráð lengd 8,67m.

Sjöfn RE-

Vélar: 2x Mercury SeaPro V8 221 kW. Tankar: 600 L samtals. Með haffæri. Fjögur Shockwave 3SA fjaðrandi sæti ásamt beltum. Búnaður til dráttar. Raymarine siglingatæki, 2x VHF. Hitamyndavél. Öflug vinnu- og leitarljós. Lausar lensidælur til lekastjórnunar um borð í öðrum skipum. 6 manna björgunarbátur. Breiðara húsið. Hægt að nálgast myndband á eftirfarandi slóð (copy/paste): https://youtu.be/sLRqcAboxxg?si=6tMCJJd01JkYIJWM

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS