Sara ÍS-186

Upplýsingar frá seljanda: Vél er Cat 3208 túrbínulaus. Gír Twin Disc með snuði. Glussa kerfi og dæla til staðar. Tæki: 4ra tíðna Koden Black Box með 3 kw botnstykki. Nýlegt 2x Raymarine VHF, nýlegt Mini Sat C Sailor, nýlegt Westmar Astic, Simrad sjálfstýring, nýleg siglingatölva. Þrír Viking flotgallar. Báturinn fékk yfirferð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir stuttu síðan. Nýlegar raflensidælur, flotrofar úr lest og vél tengdar hljóð og ljós aðvörunum í stýrishúsi, gaumljós í stýrishúsi, frostlögskerfi, pakkningar endurnýjaðir, stýrisdæla og tjakkur yfirfarin.

Manni ÞH-088

Lengdur Víkingur úr 800 í 900. Vél Yanmar 6LY2A (skv. SGS). Góður á grásleppu og á strandveiðar. Níu fiskikör 300 l. Kerra fylgir. Lenti í árekstri árið 2020, gert við bátinn hjá JE Vélum á Siglufirði. Haffæri fram í sept 2024.

Gestur SU-159

Sómi, breyttur hjá Bátasmiðju Guðgeirs. Vél Volvo Penta D6, sett í bátinn árið 2010 að sögn eiganda. Drif árgerð 2018, gamla drifið fylgir en er slitið. Dekkaður, hækkaðar lunningar, síðustokkar og kassar að aftan. Dýptarmælir Furuno ein tíðni. Plotter Reymarin og radar í sama skjá, varaplotter Garmin. Sjálfstýring Furuno virkar vel. Talstöð Standard Horizon. Nýleg tafla fyrir 24 voltin. Miðstöð frá vél og webasto. Tekur ca tvö tonn í kör í lest að sögn eiganda. Einnig tvö kör á dekki. Kör fyrir ca 2.500. kg. í heildina. Þrjú geimasett. Rúllur 24 v. Startgeymir og neyslugeymir.

Þór VE- Björgunarskip

Um er að ræða norskan Alusafe 1500 álbát, framleiddur 1993 af UFAS sem Search and Rescue bátur. Smíðaður árið 1993 í Ulsteinvik í Noregi. Byggingarefni: Álbátur, búinn lokuðum hólfum. Dempandi stólar og sætispláss fyrir 8-10 manns. Aðalvél og keyrslutímar: 2X Volvo TAMD 122 A 480 HP 6 cylendra Turbo Charged. Vélarnar eru að sögn eiganda ný uppteknar af umboði (Veltir Brimborg ). Skipið hefur lítið verið notað undanfarin 2-3 ár. Skrúfubúnaður: 2x Hamilton 362 waterjets. Magn olíu sem skipið tekur: 2x850 l. Magn fersks vatns sem skipið tekur: ca 150 l.

Haraldur MB-18

Vél tekin upp að sögn eiganda fyrir um 3 árum. Hliðarskrúfa að framan. Eldavél. Samtals um 8 lítil kör fylgja. Webasto og miðstöð frá vél. Inverter 4000. Eyðslugrannur.

Sigurfari HU-009

Skel 86. Vél nýlega tekin upp og keyrð að sögn eiganda um 250 tíma eftir upptekt. Nýtt/nýlegt: Tölva, tölvuskjár, dýptarmælir, töflur fyrir rúllur og neyslu, GPS, gír, sjálfstýring, niðurleggjari (notaður í um 30 daga), net (teinar), Webasto, inverter 3000w. Ískápur og örbylgjuofn. Þrettán kör 310 lítra.

Greta GK-013

Knörr. Yanmar vél (gerð 6LY3X1 skv. Samgöngustofu) er að sögn eignanda 380 hestöfl, ísett og fyrst gangsett árið 2021 og keyrð um 900 klst. Zf gír settur í á sama tíma og vél. Hraðfiskiskip. Geymar nýlegir. Vagn fylgir.

Freyja II RE-69

Nýtt haffæri til ársins 2024. Bátur smíðaður 1981 í Viksund í Noregi. Dekkaður. Vélin er Bukh, 48 KW. Er gömul og slitin. Garmin dýptarmælir, lítill. AIS og talstöð. Tvær gamlar DNG-rúllur geta fylgt og þrjú lítil kör. GPS Furuno.

Víkin GK

Cummins vél. Ný/nýleg siglingatæki: Simrad NSO evo 3 plotter og dýptarmælir, RO 4000 VHF talstöð. Easy AIS tæki og Garmin GPS. Talsvert endurnýjaður að sögn eiganda m.a.: Bólstra sæti, stóll, stýri, gólfefni. Bátnum fylgir vagn sem hentar ágætlega þegar geyma á hann á landi.

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS