Gísli Jóns ÍS

Björgunarskip, Ex RS Skuld. Skrokkur úr áli. Tvær M.A.N vélar, tveir Víking björgunarbátar. Krani á dekki. Tveir eigendur, norska sjóbjörgunarsveitin og svo björgunarbátasjóðurinn á Ísafirði sem flutti bátinn inn árið 2019. Bátur í góðu viðhaldi. Nánari tæknilegar upplýsingar hjá skipasala.

Didda ÞH

SAGA 25 norsk smíði. Þrjár nýlegar lensidælur og ein nýleg spúldæla á dekki. Vél er að sögn eiganda 230 hz keyrð um 2045 klst, hraðgengur. Sami eigandi síðan 1998, sami aðili hefur séð um og viðhaldið tækjum og tólum um borð. Allar dýnur í lúkar með nýlegu ytra birði og nýlegir tveir stólar í stýrishúsi. Snyrtiaðstaða í sér klefa í lúkar ásamt salerni með vaski og rennandi vatni.

Víxill ll SH-158

John Deere vél, gerð: 6068TFM-75 skv. Samgöngustofu. Önnur skrúfa fylgir. Sjö kör í lest nýr 3000w inverter. Astik. Haffæri fram í mars 2026. Skipið er með strandveiðileyfi, svæði A: Vesturland, sumarið 2025.

Sigrún AK-24

Yanmar vél, gerð: 6LY2M-STE. Skoðun hefur farið fram á björgunarbát, botnskoðaður og öxuldreginn. Verð miðast við að bátur sé afhentur í því ástandi sem hann er nú í.

Vestmann GK-21

Er skráður til strandveiða á D-svæði. Gáski 1000. Með öll helstu siglingatæki, 250 lítra olíutankar, eyðslugrannur að sögn eiganda. Webasto olíumiðstöð. Nýtt/nýlegt: Kælar hreinsaðir, geymar, vél tekin nýlega í gegn að sögn eiganda, blásari í vél, gír, lensidælur, inverter, loftsía, sjókælir hreinsaður, síur og olíur. Vaktari á geymum nýr 3000 w. Svefnpláss fyrir tvo í lúkar. Sex sérsmíðuð álkör.

Snarti KÓ-106

Strandveiðibátur á svæði D (sumarið 2025) til sölu! Skagstrendingur, smíðaður 1978. Er með Volvo Cad43 vél, keypt notuð af Velti og ísett fyrir stuttu síðan að sögn eiganda. Nýtt/nýlegt: Skipt um vél, stýristjakk, plastviðgerðir framkvæmdar, nýtt rekkverk, nýr björgunarbátur, nýr dýptarmælir og báturinn nýlega pússaður og málaður. Rafkerfi endurnýjað fyrir nokkrum árum síðan að sögn eiganda. Engin sjálfstýring en dæla fyrir stýringu er í vélarrými. Í lest passa fjögur 300 lítra kör. Fleiri kör komast líka á dekk og þrjú á stél. Sex til sjö kör fylgja.

Edda NS-113

Volva Penta vél, gerð D6-330A-F, hældrif. Lengdur, öll helstu siglingatæki eru um borð. Dýptarmælir, GPS, Plotter, Sjálfsstýring, Talstöð, Radar, Siglingartölva og AIS eru í bátnum. Vagn gæti fylgt.

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS