Sara ÍS-186
Upplýsingar frá seljanda: Vél er Cat 3208 túrbínulaus. Gír Twin Disc með snuði. Glussa kerfi og dæla til staðar. Tæki: 4ra tíðna Koden Black Box með 3 kw botnstykki. Nýlegt 2x Raymarine VHF, nýlegt Mini Sat C Sailor, nýlegt Westmar Astic, Simrad sjálfstýring, nýleg siglingatölva. Þrír Viking flotgallar. Báturinn fékk yfirferð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur fyrir stuttu síðan. Nýlegar raflensidælur, flotrofar úr lest og vél tengdar hljóð og ljós aðvörunum í stýrishúsi, gaumljós í stýrishúsi, frostlögskerfi, pakkningar endurnýjaðir, stýrisdæla og tjakkur yfirfarin.