Gná SU-028

Afhendist með nýju haffæri. Snyrtilegur og vel útbúin neta og línubátur. Mermaid vél, eyðir litlu að sögn eiganda. Vinnuhraði um 7 mílur að sögn eiganda. Þrjú kör samtals. 24ra volta kerfi á öllu. Spilkerfi beint af gír. Báturinn er með stöðugleikakjöl. Báturinn er allur einangraður.

Júlía SI-62

Stór og rúmgóður. Cummins vél, var tekin upp fyrir um 2,500 tímum, eyðir litlu á 7-8 mílum. Nýlegur gír, kælir (okt.2019), twin Disc. Að sögn eiganda er eftirfarandi nýlegt: Standard C tæki tengt við gervihnött, altenator, sjódæla, startari, lensidæla í vél (Gúlper), kúpling á spildælu, pústbarki, stýristjakkur, lensa í lest og dæla við stýri. Spúldæla. Sími og nettenging. Astic (skjár), Inverter 2000W PST-200S-24C. Landtenging og hleðslutæki inná geyma. Örbylgjuofn. Haffæri fram í apríl 2021. Netaspil fylgir ekki. Grásleppuleyfi fylgir ekki.

Ársæll RE-37

Afturbyggður. Inverter. 24 og 12 w. Endurnýjuð vél fyrir um tveimur árum að sögn eiganda. Gengur um 7 mílur að sögn eiganda og eyðir litlu. Beint drif. Vel tækjaður. Tengi fyrir tölvu, sjálfstýring fylgir en er ótengd. Er með haffæri fram í mars 2021. Verð er án handfærarúlla en þrjár sænskar rúllur geta mögulega fylgt.

Stórborg ÍS-125

Nýr bjargbátur. Glussakerfi. Tafla fyrir rúllur. WC. Lagnir og annað endurnýjað. Auka kælir fylgir vél. Ath. Snúningsmælir er ónýtur, þarf að setja nýjan við vélina. Óvíst með keyrslu vélar.

María KÓ-004

Hraðgengur. Yanmar vél. Hefur fengið haffæri sem fiskiskip sl. ár. Var gerður út á strandveiðum sumarið 2020 og 2021 og gekk vel að sögn eiganda. Bógskrúfa að framan. Hefur einnig verið gerður út sem farþegaskip (12 farþegar). Gott innirými. Salerni (aflokað) í lúkar. Sérsmíðuð stálkör í lest. Öflugir flapsar á skipi. Vagn getur fylgt.

Unnur BA-053

Iveco vél 256 hö er í bátnum. Óvíssa um árgerð vélar. ATH! Hjá Samgöngustofu er skráð Yanmar vél í bátnum en sú skráning er ekki rétt. 24v altenator, startari. Bátur tekur 11 trillukör í lest og hægt að hafa 2 stór kör og 2 trillukör á dekki. 9 trillukör fylgja. ONWA kp-32 GPS navigator. Afhendist með nýju haffæri.

Álborg SK-88

Bátur í góðu viðhaldi að sögn eiganda. Sjókælir nýlega hreinsaður. Nýtt/nýlegt: GPS áttaviti, plotter, dýptarmælir, geymar. Þrjú ný 350 l. kör. Er með haffæri fram í apríl 2023. Skráður með strandveiðileyfi: Strandir - Eyjafjörður.

Ísak RE

Fimmtán farþega skip. Hálfplanandi skip. Tvær Volvo Penta vélar. Vél 1, upptekin fyrir um 2 árum, ný túrbína, stýristjakkur, altenator, tölva. Vél 2, tekin upp fyrir um 4 árum, skipt drif, pakkningar. Gengur í dag á 8-9 mílum. Vegna farþegaleyfis var skipið þyngt en hægt að létta aftur fyrir meiri ganghraða (14-15 mílur). Flott innréttaður. Öll nauðsynleg siglingartæki til staðar.

Pages

Tel.no.: +354 5622551.
Email: skip@batarogbunadur.is

Subscribe to Bátar og búnaður RSS