Hafey BA-96

Vél er Volvo KAD 41, 200 hp að sögn eiganda. Vél var að sögn eiganda tekin upp 2015, drif endurnýjað á sama tíma. Að sögn eiganda var viðhald á hlutum milli vélar og drifs fyrir stuttu síðan og þá vél tekin úr og skipt um mótarpúða. Nýleg túrbína, rafgeymar, startari, tölva (með siglingaforriti), vatnsdæla við vél.

Sunna BA-006

Iveco 210 hz vél að sögn eiganda. Sunna BA vinnuskip með krana og dráttarspili (skráður sem fiskiskip hjá Samgöngustofu). Báturinn hefur verið notaður sem vinnubátur við Þangslátt. Útbúinn með þremur kojum, wc með rafmagns sturtun, örbylgju ofn, eldunartæki, 200 lítra vatnstankur, heitt vatn frá vél gegnum hitakút 50L. Tveir 24v inverterar, hleðsluvaktarar á rafgeymum, loft ólíufýring og ýmis búnaður. Nýleg sjálftstýring. Maxsea og helstu siglingartæki. Báturinn hefur verið töluvert endurnýjaður sl. ár en þó enn ýmislegt fleira sem mætti vinna í. Sparneytinn að sögn eiganda.

Blær ST-85

Vélin í bátnum er 300 hestafla Volvo Penta "98 árg. Öflugt spilkerfi, skiptiskrúfa, sóló eldavél,ísskápur, örbylgjuofn, astic, og öll helstu siglingatæki. Kör í lest. Makrílslítarar.

Kristbjörg ST-39

Gáski smíðaður í Hafnarfirði. Lengdur, breikkaður og upphækkaður árið 2010. Vél er að sögn eiganda: 430 hestöfl, keyrð um 9100 klst. 11,2 brúttótonna Gáska-bátur, smíðaður í Hafnarfirði 1993. 34 hestafla bógskrúfa frá Vetus, tengd sjálfstýringu. Vél og gír uppgerð árið 2014 og keyrð um 2700 klst síðan þá. Astik frá Sónar. Galvaniserað netaborð frá 2010, nýjar plötur settar í borð 2021. Skipt um öxul, öxulþétti og skrúfu 2020. Fimm blaða skrúfa, fjögurra blaða aukaskrúfa fylgir. Stakkageymsla, niðurgönguhús í vél (með salerni). Nýlegur vagn getur fylgt. Tveir flotgallar.

Pages

Subscribe to Bátar og búnaður RSS